Mótmælaskilti á Kársnesbraut

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mótmælaskilti á Kársnesbraut

Kaupa Í körfu

Undanfarið hafa íbúar á Kársnesi í Kópavogi hver á fætur öðrum hengt upp mótmælaborða við hús sín. Tilefni þessara mótmæla eru landfyllingar og áform um breytt skipulag á ysta hluta Kársnessins. Bæjaryfirvöld hafa kynnt rammaskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að með landfyllingum verði búið til mikið nýtt land. Fyrirhugað er að byggja þar 845 íbúðir, stækka höfnina og byggja upp atvinnusvæði. Talsmenn íbúa óttast að þessu fylgi grundvallarbreyting á lífsgæðum á Kársnesinu, en bæjaryfirvöld fullyrða að svo verði ekki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar