Þjóðleikhúsið

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þjóðleikhúsið

Kaupa Í körfu

Breytingar í Þjóðleikhúsinu Þó að nokkuð sé liðið frá því nýr þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, tók til starfa er þegar orðið ljóst að starfstími hennar mun fela í sér breytingar á leiklistarlífi þjóðarinnar. Þjóðleikhúsið er, rétt eins og Háskóli Íslands, flaggskip á sínu sviði og mikilvægt að þar eigi sér stað stöðug endurnýjun er endurspeglar leiklistarlífið í sinni áhugaverðustu mynd hverju sinni. Tækjakostur Þjóðleikhúss þarf að vera viðunandi og því eðlilegt að hann sé endurnýjaður, ný tækni kallar einnig á fjárfestingar til þess að listrænir möguleikar nútímaleikhúss njóti sín til fullnustu. MYNDATEXTI: "Ef þjóð sem um miðja síðustu öld var rétt að byrja að hefja sig upp úr gryfju aldalangrar fátæktar sá sér fært að byggja Þjóðleikhús, hvernig má það þá vera að í því auðuga samfélagi sem við byggjum nú finnist ekki fjármagn til að halda því sama húsi við?"

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar