Kringlan 20 ára

Sverrir Vilhelmsson

Kringlan 20 ára

Kaupa Í körfu

VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Kringlan á um þessar mundir tvítugsafmæli. Bygging hennar sætti miklum tíðindum á sínum tíma, svo miklum að ekki var til orð í málinu fyrir þessa nýju tegund húss. Í umsókn um lóðina var þess getið að menn hygðust reisa þar kaupvang, en vissara þótti að láta enska heitið "shopping mall" fylgja. Nú heyrist nafn Kringlunnar oft notað yfir verslunarmiðstöðvar almennt og segist fólk þannig hafa keypt eitt og annað í einhverri kringlu á ferðalagi erlendis. MYNDATEXTI: Afmæli - Svava Johansen kaupmaður, Örn Kjartansson, formaður stjórnar Kringlunnar, og Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri fögnuðu afmæli Kringlunnar í gær. Afmælisveislan stóð til kl. 20 í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar