FJÖLNIR - HAUKAR

Árni Torfason

FJÖLNIR - HAUKAR

Kaupa Í körfu

Fyrstu mínúturnar í Grafarvogi fóru í að menn þreifuðu sig áfram en síðan tóku Haukar völdin á vellinum án þess að Fjölnismenn fengju nokkuð að gert. Hvert færið rak annað en það var ekki fyrr en á 31. mínútu að Ásgeir Ingólfsson skoraði eftir þunga sókn þar sem skotin dundu á varnarmönnum Fjölnis uns boltinn hrökk fyrir fætur hans. Þá fékk Fjölnir einu umtalsverðu sókn sína þegar góðu skoti Atla Viðars Björnssonar var bjargað í horn. Síðan fór allt í sama farið og gestirnir fengu gott tækifæri til að bæta við marki en Þórður Ingason markvörður Fjölnis varði glæsilega þrumuskot Ómars K. Sigurðssonar rétt fyrir hlé. Haukar þurftu því að sætta sig við aðeins eitt mark þrátt fyrir góðan leik en þeir slógu úrvalsdeildarlið Fram út úr bikarnum og hafa ekki tapað leik í 2. deildinni í sumar og eiga góða möguleika á að vinna sig upp í 1. deild. MYNDATEXTI: Bikarhetjur- Tómas Leifsson á fleygiferð í átt að marki Hauka en hann skoraði eitt marka Fjölnis í gærkvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar