Þórdís Björnsdóttir

Þórdís Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Sumarið hefur verið svo ferlega annasamt hjá mér að ég hef gefið mér lítinn tíma í að lesa skáldsögur. Aftur á móti hef ég legið yfir ljóðabókum hvenær sem færi gefst en sá lestur fylgir mér allan ársins hring og einkum þegar ég er í miðri skriftartörn því mér finnst ljóðin opna svo hugann. Undanfarið hef ég líka gripið hvað eftir annað niður í Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og að mínu mati einn af hátindum íslenskra bókmennta. MYNDATEXTI: Þórdís - "Önnur bók sem hefur fylgt mér undanfarið er Leaves of Grass eftir Walt Whitman í óendurskrifaðri útgáfu sem ég kann langtum betur að meta en hina," segir Þórdís.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar