Una Margrét Jónsdóttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Una Margrét Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Ég keypti mér fyrir skömmu geisladisk sem er nýkominn út þar sem félagar úr Kammerkórnum Carmina syngja lög úr íslenska tónlistarhandritinu Melodiu, sem er talið skrifað um 1660, en Árni Heimir Ingólfsson stjórnar. Þetta er sérlega falleg tónlist og stórmerkilegur diskur, það var kominn tími til að hljóðrita þessi lög sem mörg hafa aldrei verið hljóðrituð áður. Söngvarnir eru bæði veraldlegir og trúarlegir. Sr. Bjarni Þorsteinsson tók á sínum tíma öll lögin úr Melodiu upp í þjóðlagasafn sitt og var á því að mörg þeirra væru íslensk og þau sem væru útlend að uppruna væru orðin innlend því þau hefðu dvalist á meðal okkar í u.þ.b. 300 ár. MYNDATEXTI: Una Margrét - Keypti sér geisladisk sem er nýkominn út þar sem félagar úr Kammerkórnum Carmina syngja lög úr íslenska tónlistarhandritinu Melodiu sem er talið skrifað um 1660.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar