Íslenska skáksveitin

Íslenska skáksveitin

Kaupa Í körfu

EFTIR 10 ára hlé mun íslensk sveit keppa á Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri nú í ár. Mótið verður haldið í Singapore en þar munu leiða saman hesta sína 36 sveitir frá fjölmörgum löndum dagana 5.-11. ágúst næstkomandi. Ísland tók síðast þátt í mótinu árið 1997 en árangur sveitarinnar þótti einstaklega góður árið 1995 þegar Ísland hampaði ólympíumeistaratitlinum öllum að óvörum. ... Sveitin í ár er ekki skipuð síður efnilegri mönnum en ljósmyndari Morgunblaðsins tók mynd af köppunum á dögunum. Frá vinstri eru þeir Ingvar Ásbjörnsson, Helgi Brynjarsson, Matthías Pétursson, Daði Ómarsson og Sverrir Þorgeirsson. Allir eru drengirnir 16 ára en liðstjóri sveitarinnar er Torfi Leósson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar