Grímur Hákonarson

Eyþór Árnason

Grímur Hákonarson

Kaupa Í körfu

BRÆÐRABYLTA er nafn nýjustu stuttmyndar Gríms Hákonarsonar kvikmyndagerðarmanns sem vakti athygli hér á landi fyrir nokkrum árum þegar hann gerði Varða-myndirnar svokölluðu, Varði fer á vertíð og Varði goes Europe. Grímur útskrifaðist úr kvikmyndaskóla í Prag í Tékklandi fyrir tveimur árum síðan og gerði í kjölfarið stuttmyndina Slavek the Shit sem komst meðal annars inn á kvikmyndahátíðina í Cannes og vakti athygli á hátíðum víðar um heim. Sú mynd fjallar um ástir tveggja klósettvarða, en Bræðrabylta fjallar hins vegar um ástir tveggja glímumanna. MYNDATEXTI: Húmoristi - "Það er svolítið svartur húmor í öllum mínum myndum en útkoman er kannski dramatískari en ég hafði lagt upp með," segir Grímur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar