Ruslakindur

Friðrik Tryggvason

Ruslakindur

Kaupa Í körfu

ÞESSAR undarlegu kindur hafa vakið töluverða athygli þeirra sem eiga leið um Hringbrautina en þær hafa komið sér vel fyrir á beit á grasbala nálægt Hljómskálagarðinum. Þær hafa þó reynst einstaklega hljóðar og kyrrlátar og ekki hefur borið á því að þær hlaupi út á götu og valdi umferðartöfum. Mikil leynd hvílir yfir tilgangi þessa æði sérkennilega kindahóps í miðborginni en frést hefur að hulunni verði svipt af næstkomandi laugardag á Menningarnótt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar