Fermingarbörn í viðeyjarferjunni

Friðrik Tryggvason

Fermingarbörn í viðeyjarferjunni

Kaupa Í körfu

ÞÓTT það sé enn sumar eru fermingarbörn í Neskirkju þegar farin að búa sig undir stóra daginn. Í gær brugðu þau sér út í Viðey ásamt presti sínum, sr. Sigurði Árna Þórðarsyni, þar sem þau kynntu sér sögu eyjarinnar. En fleira var gert í eynni. "Þau fá tækifæri til að fara í svokallaða eingöngu, þar sem þau ganga ein með sjálfum sér og eru að vitja drauma sinna. Þau fara inn í sína eigin drauma og íhuga þá og skrifa þá niður. Allir draumarnir eru svo settir í stóran pott og síðan skoðum við saman hverjir draumar unglinganna eru og ræðum um þá í messunni á sunnudaginn. Svo setjum við draumana á altarið og biðjum fyrir þeim."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar