Landsbankadeildin 2007

Landsbankadeildin 2007

Kaupa Í körfu

SKAGALIÐIÐ er að mestu skipað ungum leikmönnum en í þeim leikjum sem ég hef séð til þeirra í vetur þá eru þeir mjög duglegir og vel skipulagðir," segir Þorsteinn Halldórsson aðstoðarþjálfari Þróttar úr Reykjavík. Þorsteinn segir að upphafið á Íslandsmótinu sé gríðarlega mikilvægt fyrir Skagaliðið en fyrstu umferðirnar hafa ekki skilað mörgum stigum hjá ÍA á undanförnum misserum. "Ef mig minnir rétt þá hefur liðinu alltaf gengi illa í upphafi Landsbankadeildarinnar frá því að liðið varð Íslandsmeistari árið 2001. Kannski verður annað uppi á teningnum í vor þar sem að æfingaaðstaða liðsins er með því besta sem þekkist á landinu og Guðjón Þórðarson þjálfari liðsins hefur án vafa nýtt tímann vel í vetur. MYNDATEXTI Guðjón Þórðarson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar