Vilhjálmur Egilsson

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Vilhjálmur Egilsson

Kaupa Í körfu

VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist vonast til þess að viðræður um nýja kjarasamninga hefjist strax í næsta mánuði, en obbinn af kjarasamningum samtakanna eru lausir um áramót. Kristján G. Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að krafan um launahækkanir yrði mikil í komandi kjarasamningum. Vilhjálmur sagðist ekki eiga von á öðru en að vinnan í kringum kjarasamningana yrði málefnaleg. Þar yrði farið yfir allt sviðið og stefnt væri að því að eiga fundi um nýja viðræðuáætlun strax í byrjun næsta mánaðar og að í kjölfarið hæfist skipuleg vinna að gerð nýrra kjarasamninga. MYNDATEXTI: Vilhjálmur Egilsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar