Kvöldstemmning á sundunum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kvöldstemmning á sundunum

Kaupa Í körfu

FAXAFLÓAHAFNIR sf. hafa skrifað undir samning við hollensku skipasmíðastöðina Damen um smíði á nýjum dráttarbáti og á að afhenda hann haustið 2008. Dráttarbáturinn Jötunn verður seldur til Þorlákshafnar. Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, gerði grein fyrir helstu atriðum samninganna á stjórnarfundi Faxaflóahafna í fyrradag og voru þeir samþykktir. Hann segir að vegna aukinnar umferðar stærri skipa hafi kaupin verið í skoðun í nokkurn tíma og gengið hafi verið í þau eftir að áhugi hafi komið frá Þorlákshöfn um að kaupa Jötun. MYNDATEXTI. Breyting - Hafnsögubáturinn Jötunn hefur verið seldur til Þorlákshafnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar