Margrét M. Norðdahl Gallery Turpentine

Friðrik Tryggvason

Margrét M. Norðdahl Gallery Turpentine

Kaupa Í körfu

MARGRÉT M. Norðdahl er nýr listamaður hjá Gallery Turpentine eftir því sem ég best veit, en hún sýnir tvær myndraðir og málverk. Myndraðirnar kallar hún The Lady Series og The Collection Series, en þá síðarnefndu mátti sjá á samsýningu hjá Sævari Karli fyrir ekki mjög löngu. Hér er um að ræða litlar portrettmyndir sem birta á næman og grípandi hátt persónuleika kvenna sem manni finnst maður þekkja. Stíllinn er í áttina að karíkatúrteikningum annars vegar en minnir líka á teikningar t.d. Egon Schiele, - mínus erótíska þáttinn. Málverk, andlitsmynd sem ber titilinn amma, nær ekki alveg næmum blæbrigðum teikninganna en felur möguleikann í sér. MYNDATEXTI: Grípandi - "Hér er um að ræða litlar portrettmyndir sem birta á næman og grípandi hátt persónuleika kvenna sem manni finnst maður þekkja."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar