Guðni Franzson

Guðni Franzson

Kaupa Í körfu

"Ég er svona gamall kennarahundur. Byrjaði að kenna fimmtán ára gamall - var þá að kenna jafnöldrum mínum á klarínett, á vegum Lúðrasveitar Reykjavíkur í svefnherberginu heima í Árbæ! - og hef eiginlega verið viðloðandi kennslu á einn eða annan hátt síðan," segir Guðni Franzson, klarínettuleikari og músíkant með meiru. Hann stendur í stórræðum þessa dagana því nú á fimmtudag, hinn 23. ágúst klukkan 17, opnar Tóney, ný miðstöð fyrir tónlist, tónlistarkennslu og hreyfingu. Kennsla hefst síðan 3. september. MYNDATEXTI: Fjölhæf fjölskylda - Guðni Franzson, Lára Stefánsdóttir og sonur þeirra, Stefán Franz.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar