Tónleikar Kaupþings

Tónleikar Kaupþings

Kaupa Í körfu

EIN fjölmennasta afmælisveisla Íslandssögunnar fór fram á Laugardalsvelli á föstudagskvöld. Kaupþing bauð landsmönnum á stórtónleika í tilefni 25 ára afmælis bankans. Aðsóknarmet á völlinn var slegið svo um munaði en tæplega 50 þúsund manns lögðu leið sína á tónleikana. Fyrstir á svið voru SSSól með Helga Björnsson í fararbroddi. Þá var komið að Luxor, nýju íslensku strákasveitinni. Það eru ekki allar hljómsveitir sem fá tækifæri til að þreyta frumraun sína í sviðsframkomu fyrir augum tuga þúsunda gesta. Það lá hins vegar fyrir þeim Luxor-liðum sem sungu tvö lög og stóðu sig með stakri prýði. MYNDATEXTI: Tríó - Stúlknasveitin Nylon kom fram í fyrsta sinn síðan Emilía hætti í sveitinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar