Baugur Group veitir styrki

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Baugur Group veitir styrki

Kaupa Í körfu

38,4 milljónum var úthlutað úr Styrktarsjóði Baugs til 45 verkefna við hátíðlega athöfn í gær. Tvær hljómsveitir sem sjóðurinn styrkir, Bertel og Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, skemmtu viðstöddum. Verkefnin eru margvísleg á sviði menningar og velferðarmála. Stærsta styrkinn, tvær og hálfa milljón króna, hlaut Krabbameinsfélagið Framför til rannsókna á krabbameini í blöðruhálskirtli. Tónleikaferð Stórsveitar Samúels Jóns Samúelssonar á landsbyggðinni var styrkt um tvær milljónir. Uppbygging á þekkingarbanka um innflytjendur á vegum Reykjavíkurakademíunnar og söfnun sjálfboðaliða til þess að rjúfa félagslega einangrun sem Rauði krossinn stendur fyrir voru sömuleiðis meðal þeirra verkefna sem hæstu styrkina hlutu. Kristján Sturluson formaður Rauða krossins segir að styrkurinn verði notaður til þess að þjálfa sjálfboðaliða í störf með fólki sem býr við félagslega einangrun, en það sé eitt forgangsverkefna samtakanna og féð muni því nýtast einstaklega vel. Sjóðurinn var stofnaður árið 2005 til þess að sinna fjölmörgum umsóknum um styrki sem fyrirtækinu bárust á ári hverju. Leitast er við að styðja minni verkefni sem eiga ekki greiða leið að öðrum fjáröflunarleiðum. Stjórn sjóðsins skipa þau Jóhannes Jónsson, Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar