Glerskáli við Norræna Húsið

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Glerskáli við Norræna Húsið

Kaupa Í körfu

REYFI menningargnægð er haldin í Norræna húsinu og í nýreistum glerskála fyrir framan húsið. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir í níu daga þar sem fram koma tónlistarmenn, rithöfundar, dansarar, arkitektar, myndlistarmenn, sirkusfólk og fleiri sem sýna gestum list sína. Myndbandagjörningar Á hátíðinni verður sýnd myndbandalist og gjörningar verða framdir á sama stað. "Útgangspunkturinn eru nokkur verk eftir Dieter Roth þar sem hann er að rispa filmuna og annað slíkt og er ekki að taka mynd með hefðbundnum hætti heldur að nota efnið," segir Harpa Björnsdóttir, myndlistarmaður og einn aðstandenda hátíðarinnar. MYNDATEXTI: Glerskálinn - Vegna listahátíðarinnar Reyfis hefur stór glerskáli verið settur fyrir framan Norræna húsið. Á myndinni má sjá horn glerskálans framan við Norræna húsið en atburðir Reyfis fara fram á báðum stöðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar