Garrí Kasparov

Sverrir Vilhelmsson

Garrí Kasparov

Kaupa Í körfu

Garrí Kasparov er í stuttu leyfi á Íslandi og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur ekki hingað til að tefla. Hann segist í viðtali við Kristján Jónsson vita ofur vel að sér sé hætta búin í Rússlandi af hálfu stjórnarsinna. En hann vilji berjast fyrir lýðræði og mannréttindum í föðurlandi sínu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað til lands sem venjulegur borgari en ekki til að tefla," segir Garrí Kasparov, stjórnmálamaður og fyrrverandi heimsmeistari í skák, sem er staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni, Daríu Kasparovu. "Þetta er því miður bara stutt ferð, við förum á mánudag en mig hefur alltaf langað til að sjá meira af landinu með konunni minni. Einu sinni man ég að ég skoðaði Bláa lónið í einni ferðinni minni hingað en náði ekki að prófa að fara í vatnið! Nú vonumst við til að sjá meira." MYNDATEXTI: Hörð gagnrýni - Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák: "Nú er svo komið að meira að segja fólk sem var hliðhollt Pútín er búið að átta sig á því að þetta er mafía, lið skúrka sem stjórnar landinu eins og þetta sé þeirra eigið fyrirtæki."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar