Íslandsmót í höggleik Hvaleyrarvelli
Kaupa Í körfu
ÉG var eiginlega ryðgaður á fyrstu brautunum í morgun og það tók mig tíma að ná tökum á vindinum. Ég hélt að fyrsta upphafshöggið á hringnum á 1. braut (gömlu 10.) væri fínt, smellhitti 5-járnið, en boltinn fór í glompu. Það er mikið eftir af þessu móti og ég er alveg sáttur við að vera á tveimur undir pari vallar. Mér finnst virkilega gaman að spila og flatirnar eru mun hraðari í dag en þær voru á síðasta æfingadegi fyrir mótið. Það er í raun það eina sem ég get kvartað yfir að það sé mikill munur á hraðanum á flötunum á síðasta æfingadegi og á fyrsta keppnisdegi," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en hann lék á 69 höggum í gær á fyrsta keppnisdegi. Birgir fékk skramba (+2) á 1. braut og eftir fjórar holur var hann á fjórum höggum yfir pari. "Byrjunin var erfið en ég náði mér á strik á síðari hlutanum þar sem ég lék 15 holur á 6 höggum undir pari vallar. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur keppnisdögum og baráttan verður hörð," sagði Birgir Leifur en hann varð Íslandsmeistari síðast árið 2004 á Akranesi þar sem hann varði titilinn frá árinu 2003 í Vestmannaeyjum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir