Vilhelm Anton Jónsson

Vilhelm Anton Jónsson

Kaupa Í körfu

VILHELM Anton Jónsson kalla sumir Villa naglbít. Ekki er það vegna þess að maðurinn sé slarkari og slagsmálahundur, heldur vegna þess að hann var eitt sinn fremstur meðal jafningja í þeirri ágætu hljómsveit 200.000 naglbítar. Vilhelms er getið hér vegna þess að í vikunni kom út fyrsta sólóskífa hans og ekki bara fyrsta sólóskífan, heldur platan sem er talsvert frábrugðin öðru því sem hann hefur sent frá sér hingað til, kassagítarskífa með enskum textum sem heitir The Midnight Sirkus. MYNDATEXTI: Sólóskífa - Vilhem Anton "naglbítur" Jónsson brosir að depurðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar