Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Laxveiðimenn líkja ástandinu í ánum þessa dagana við það sem menn eiga frekar að venjast við bestu skilyrði í júlímánuði. Eftir langvarandi þurrka sumarsins er loksins gott vatn í ánum, lax að dreifa sér og víða er hann að ganga af krafti. Holl sem var við veiðar í Norðurá um helgina landaði um 90 löxum og var lax að finna á öllum helstu göngustöðum árinnar. Hollið sem var í Langá á sama tíma veiddi 111 laxa, og samkvæmt upplýsingum fréttavefjar SVFR er mikið af laxi í ánni. Til að mynda gengu 130 laxar stigann í Sveðjufossi á einum sólarhring. MYNDATEXTI: Maríulaxinn Veiðikona togast á við maríulaxinn við Kúagil í Soginu. Skömmu síðar var 74 cm hrygnu landað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar