Forsætisnefnd Alþingis fundar

Gunnlaugur Árnason

Forsætisnefnd Alþingis fundar

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Forsætisnefnd Alþingis fundaði í Stykkishólmi í gær og var aðalefni fundarins að skipuleggja störf Alþingis á komandi starfsári. Þetta er fyrsti slíkur fundur Sturlu Böðvarssonar sem forseta Alþingis. Sturla var spurður hvort málefni Grímseyjarferju hefðu verið til meðferðar eða afgreiðslu hjá nefndinni og svaraði hann því að svo hefði ekki verið en komið hefði fram í umræðum nefndarmanna að þeir væru sammála um að málið væri í eðlilegum farvegi hjá fjárlaganefnd og því þyrfti ekki að ræða það innan forsætisnefndar að svo stöddu. MYNDATEXTI: Fundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Einar Már Sigurðsson, Þuríður Backman, Helgi Bernódusson skrifstofustjóri, Sturla Böðvarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kjartan Ólafsson og Magnús Stefánsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar