Héðinn og Helgi skrifa undir

Héðinn og Helgi skrifa undir

Kaupa Í körfu

NÝJASTI stórmeistari Íslands í skák, Héðinn Steingrímsson, hefur gengið til liðs við skákdeild Fjölnis og gert samning við deildina til tveggja ára. Héðinn Steingrímsson hefur alla tíð verið í TR en undanfarin ár hefur hann teflt fyrir félagslið í Þýskalandi og er að hefja fjórða tímabil sitt í þýsku deildinni. Hann náði stórmeistaratitli á móti í Tékklandi sem lauk 5. ágúst síðastliðinn og hlakkar til að taka þátt í uppbyggingarstarfinu hjá Fjölni, en auk þess að tefla fyrir nýliðana í 1. deild Íslandsmótsins kemur hann að barna- og unglingastarfi félagsins. MYNDATEXTI: Samstarf - Héðinn Steingrímsson, stórmeistari í skák, og Helgi Árnason, formaður skákdeildar Fjölnis, undirrita samninginn. Fyrir aftan er mynd af Héðni þegar hann varð heimsmeistari 12 ára og yngri 1987.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar