HMS Scott

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

HMS Scott

Kaupa Í körfu

SJÓMÆLINGASKIPIÐ HMS Scott liggur nú við bryggju í Sundahöfn. Þótt skipið sé í eigu breska flotans er það ekki þungvopnað heldur búið marggeislahljóðsjá til dýptar- og landslagsmælinga á hafsbotni, sérstaklega þar sem dýpi er mikið. Þykir hljóðsjáin sú fullkomnasta í heiminum. Að sögn Andrew V. Swain skipstjóra hefur HMS Scott engu sérstöku hlutverki að gegna á átakasvæðum heimsins. "Ég tel að þetta skip gæti aðeins þjónað einum tilgangi á vígvellinum, þ.e. sem skotmark," sagði hann í samtali við blaðamenn í gær. MYNDATEXTI: Stórt - HMS Scott, sjötta stærsta breska herskipið, er nefnt eftir skipstjóranum og landkönnuðinum Robert Scott sem fór á suðurpólinn árið 1912. Í áhöfn skipsins eru 44 menn og aðstæður allar eins og best verður á kosið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar