Gamla kirkjan á Blönduósi

Jón Sigurðsson

Gamla kirkjan á Blönduósi

Kaupa Í körfu

Blönduós | Ákveðið hefur verið að gefa tveimur einstaklingum gömlu kirkjuna á Blönduósi en þeir hafa sýnt áhuga á að gera hana upp. Var það samþykkt einróma á fjölmennum safnaðarfundi Blönduóssóknar. Stefán Ólafsson sóknarnefndarmaður og lögfræðingur er að ganga frá endanlegum samningi við væntanlega eigendur og verður honum þinglýst innan skamms og í framhaldi af því verður kirkjan afhelguð. Þessari kirkjugjöf fylgja nokkrar kvaðir og eru þar á meðal, að rekin verði sú starfsemi í kirkjunni sem hæfir fyrrverandi guðshúsi. MYNDATEXTI: Kirkjueigendu -r Sveinn M. Sveinsson og Atli Arason skuldbinda sig til að ráðast í endurbætur á gömlu kirkjunni sem þeir eru að eignast.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar