Fundur með borgarstjóra

Friðrik Tryggvason

Fundur með borgarstjóra

Kaupa Í körfu

TVEIR íbúar miðbæjarins, þau Árni Einarsson og Fríða Björk Ingvarsdóttir, gengu í gær á fund borgarstjóra til þess að lýsa því ófremdarástandi sem ríkir þar um helgar og krefjast umbóta í þeim efnum. Boðað verður til borgarafundar á næstu dögum þar sem íbúar miðborgarinnar fá að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Spjótin beinast fyrst og fremst að veitingamönnum, sem þykja hafa sýnt nágrönnum sínum yfirgang og tillitsleysi. MYNDATEXTI: Fundur - Árni Einarsson og Fríða Björk Ingvarsdóttir funduðu með borgarstjóra í gær um ástandið í miðbænum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar