Jazzhátíð Reykjavíkur 2007

Sverrir Vilhelmsson

Jazzhátíð Reykjavíkur 2007

Kaupa Í körfu

FÆREYSKA söngkonan Eivör Pálsdóttir hélt tónleika fyrir fullu húsi í Austurbæ í gærkvöldi. Tónleikarnir voru liður í Jazzhátíð í Reykjavík og lék Stórsveit Reykjavíkur undir hjá söngkonunni. Eivör spjallaði við áheyrendur á milli laga og var stemningin ljúf og góð. Tvennir tónleikar verða á djasshátíð í kvöld. Fyrst heldur Sigurður Flosason saxófónleikari tónleika í Iðnó kl. 20 en gestir Sigurðar á tónleikunum verða þau Ragnheiður Gröndal, Egill Ólafsson, Kjartan Valdemarsson, Pétur Östlund, Jón Páll Bjarnason og Þórir Baldursson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar