Háskólatorg

Háskólatorg

Kaupa Í körfu

GREINT var frá því í gær að verk eftir Finn Arnar Arnarson myndlistarmann muni prýða Háskólatorg Háskóla Íslands í framtíðinni. Í byrjun sumars voru fimm listamenn fengnir til þess að vinna tillögur að verki inn í miðrými torgsins og varð verk Finns fyrir valinu. Tilkynnt var um valið við sérstaka athöfn í gær en Finnur átti þó ekki heimangengt þar sem hann var staddur í laxveiði. "Þetta er mikill heiður," sagði Finnur sem var staddur við Laxá í Aðaldal þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. "Þetta kom ekki í ljós fyrr en á þriðjudaginn þannig að ég komst ekki, en konan mín mætti fyrir mína hönd." MYNDATEXTI: Frá afhendingu - Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor, Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskips, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Áslaug Thorlacius, eiginkona Finns, og loks þær Hallgerður Thorlacius Finnsdóttir og Helga Thorlacius Finnsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar