Kári Sturluson

Brynjar Gauti

Kári Sturluson

Kaupa Í körfu

Það var hún Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir betur þekkt sem Lay Low sem kynnti mig fyrir Willy Mason þegar við vissum að Lay Low myndi deila með honum sviði á tónlistarhátíðinni "The Great Escape" í Brighton. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði nokkuð frá Willy Mason og varð strax mjög hrifinn. Willy er aðeins 22 ára og bróðir hans sem tók upp plötuna og spilar á trommur með honum live er aðeins 18 ára. Willy Mason er bandarískur lagahöfundur og flytjandi af bestu gerð og að mínu viti á sama stalli og Bob Dylan, Johnny Cash, Damien Rice, Sufjan Stevens o.fl. góðir. Rödd Willy og flutningur er ansi tilfinningaþrunginn og plata hans, If the Ocean Gets Rough, gjörsamlega festist á fóninum. Mæli hiklaust með henni. Kári Sturluson, umboðsmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar