Sigurbjörg J. Lúðvíksdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Sigurbjörg J. Lúðvíksdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir

Kaupa Í körfu

Flestir þekkja kvíða af eigin raun. Fyrirbæri eins og streita, áhyggjur, ónot og skelfing er öll dæmi um einhvers konar kvíðaástand. Kvíði er eðlilegt viðbragð, getur bætt frammistöðu fólks og forðað því frá að gera eitthvað sem gæti komið því eða öðrum í vandræði. Þegar kvíðinn er hins vegar farinn að valda fólki mikilli vanlíðan eða hamla því í daglegu lífi er líklegt að um kvíðaröskun er að ræða. Talið er að fjórði hver einstaklingur þjáist af kvíðaröskun einhvern tíma yfir ævina. Sálfræðingarnir Sóley D. Davíðsdóttir, Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir og Þröstur Björgvinsson stofnuðu nýverið Kvíðameðferðarstöðina sem er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en þar er boðið upp á hugræna atferlismeðferð við kvíða og skyldum vandkvæðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar