Fylkir - Fjölnir 1:2

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fylkir - Fjölnir 1:2

Kaupa Í körfu

ÞAÐ sannaðist enn og aftur í gærkvöldi að það er ekki á vísan að róa í bikarkeppninni. Þó svo staða liða í deildakeppni sé misjöfn skiptir slíkt engu máli þegar komið er í bikarinn. Það sannaði Fjölnir úr Grafarvogi, sem er í þriðja sæti 1. deildar, er liðið lagði Fylki úr Árbænum, sem er í 4. sæti Landsbankadeildarinnar, 2:1 í framlengdum leik á Laugardalsvelli í gærkvöld. Fjölnir er þar með kominn í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og mætir þar Íslandsmeisturum FH. MYNDATEXTI Engin lognmolla Haukur I. Guðnason úr Fylki í baráttu við Gunnar V. Gunnarsson og Sigmund P. Ástþórsson úr Fjölni og Páll Einarsson úr Fylki er með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar