Etanól

Friðrik Tryggvason

Etanól

Kaupa Í körfu

Etanól verður í fyrsta sinn til sölu hérlendis á dælu hjá á eldsneytisstöð Olís við Álfheima mánudaginn 17. september. Dælan er á vegum Brimborgar en fyrirtækið stendur nú fyrir tilraunaverkefni varðandi notkun etanóls á bifreiðar á Íslandi. Eldsneytið sem um ræðir heitir E85 og verða fluttir inn 2.000 lítrar í fyrstu umferð. Brimborg en nú þegar búin að flytja inn tvær bifreiðar sem ganga fyrir þessu eldsneyti, þriggja dyra sportbílinn Volvo C30 og fjölskyldubifreiðina Ford C-Max MYNDATEXTI Sportbíllinn Annar etanólbílanna er af gerðinni Volvo C30 og er glæsilegur á að líta. Hægt er að skoða bílinn í salarkynnum Brimborgar við Bíldshöfða en fyrirtækið stendur fyrir etanóltilraunaverkefninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar