Elmar Örn og Ágúst Þór í réttunum

Atli Vigfússon

Elmar Örn og Ágúst Þór í réttunum

Kaupa Í körfu

MARGT var um manninn í Aðaldal um helgina enda er Hraunsréttardagurinn jafnan mikil hátíðisdagur. Þangað komu margir Þingeyingar víða að til þess að sjá fólk og fénað, auk þess að draga fé sitt í dilka. Nær 180 ár eru síðan farið var að rétta á þessum stað, en Hraunsrétt var lengi önnur stærsta skilarétt á Norðurlandi og hefur nú verið endurbyggð að stórum hluta. Á myndinni má sjá þá Elmar Örn Guðmundsson sex ára og Ágúst Þór Brynjarsson sjö ára, sem voru önnum kafnir að draga og sögðu að það væri mjög gaman enda farnir að þekkja mörkin þó ungir séu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar