Fornleifafundur

Sigurður Jónsson

Fornleifafundur

Kaupa Í körfu

FORNLEIFAFRÆÐINGAR sem hafa unnið við rannsóknir á fyrirhuguðum virkjanasvæðum í neðri hluta Þjórsár hafa fundið fjóra landnámsskála. Rannsóknirnar eru liður í mótvægisaðgerðum vegna virkjanaframkvæmda. Fjallað er um fornleifafundinn á vef Landsvirkjunar og kemur þar m.a. fram að það eru Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofunni ehf., og samstarfsmenn hans sem hafa grafið niður á skálana fjóra en þeir eru við Urriðafoss, í landi Þjótanda, undir Skarðsfjalli og gegnt Haga. Bjarni telur mögulegt að einn skáli til viðbótar leynist á svæðinu, í landi Herríðarhóls. MYNDATEXTI: Fundur Fornleifafræðingarnir Brynhildur Baldursdóttir og Inga Hlín Valdimarsdóttir grafa eftir fornminjum í landi Þjótanda en þar hefur fundist forn skáli. Til hægri er Ármann Guðmundsson, nemi í fornleifafræði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar