Selkórinn

Selkórinn

Kaupa Í körfu

Hvað fær arkitekt til að hvíla blýantinn og reglustikuna og skrá sig í kór? Jú, hann fer til að hitta matvælafræðing. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hitti þá báða og var snarlega komið í skilning um að Selkórinn er miklu meira spennandi en handbolti. Þetta er ósköp svipað og að stunda íþróttir. Jafnvel þótt maður sé þreyttur endurnærist maður á æfingunum og upplifir eintóma gleði." Svona lýsir Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir starfinu í Selkórnum þar sem hún hefur sungið í 20 ár. Undir þetta tekur Páll Gunnlaugsson, kórfélagi Guðrúnar sem hefur þanið raddböndin í sama hóp undanfarin 12 ár. "Það hefur aldrei pirrað mig að þurfa að mæta á æfingarnar því þær hreinsa svo hugann. Það er bara hvíld í því að koma." MYNDATEXTI Selkórinn Verkefnaval í kórnum er fjölbreytt og æfingarnar, að sögn kórfélaga, endurnærandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar