Samkaup á völlinn

Helgi Bjarnason

Samkaup á völlinn

Kaupa Í körfu

Keflavíkurflugvöllur | Samkaup munu opna matvöruverslun í háskólahverfinu á Keflavíkurflugvelli undir lok mánaðarins, undir merkjum Samkaup – strax. Húsnæðið er í eigu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og þar er ætlunin að koma fyrir ýmiss konar annarri þjónustu við íbúa hverfisins. "Við erum ánægðir með að fá tækifæri til þess að verða fyrsta verslunar- og þjónustufyrirtækið til að hefja hér starfsemi," sagði Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa. Hann segir að áhersla verði lögð á að þjóna háskólasamfélaginu sem best. Meðal annars verði boðið upp á gott úrval ritfanga og afgreiðslutími verði rúmur. Verslunin er í húsnæði þar sem rekin var svokölluð Mini Mart-verslun á tíma varnarliðsins. Í sama húsi voru veitingastaðir. Í þessu húsnæði er fyrirhuguð ýmiss konar önnur þjónusta við íbúa háskólahverfisins, til dæmis hárgreiðslustofa, kaffihús og bankaútibú. MYNDATEXTI .jartan Eiríksson og Sturla Eðvarðsson ganga frá samningum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar