Vel heppnað Kötluhlaup

Jónas Erlendsson

Vel heppnað Kötluhlaup

Kaupa Í körfu

Mýrdalur | Kötluhlaup var hlaupið í Vík í Mýrdal um síðustu helgi. Er þetta í þriðja sinn sem hlaupið er. Hlaupstjóri var Gylfi Júlíusson sem ræsti keppendur á íþróttavellinum í Vík í blíðskaparveðri. Fjöldi þátttakenda á öllum aldri ýmist hjólaði, hljóp, gekk eða skiptist á um að hlaupa. Hægt var að velja á milli þriggja vegalengda, 10 km, 21 km og 42 km. Victor Berg Guðmundsson, íþróttafulltrúi Mýrdalshrepps, segist vera að breyta aðeins upprunalegri mynd hlaupsins og að ætlunin sé að byggja það upp og hafa árlegan viðburð í Víkinni. Victor segir aðalmarkmið Kötluhlaupsins að koma saman í góðra félaga hópi og hreyfa sig í fallegu umhverfi – og ekki sé verra að reyna að bæta sig að ári. MYNDATEXTI Þátttakendur voru ræstir á íþróttavellinum í Vík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar