Tónlistarkennsla í Reykjanesbæ

Helgi Bjarnason

Tónlistarkennsla í Reykjanesbæ

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Tónlistarfélag Reykjanesbæjar efnir til stórtónleika í Reykjanesbæ í byrjun næsta mánaðar í tilefni þess að liðin eru fimmtíu ár frá upphafi formlegrar tónlistarkennslu í bænum. Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur fram á tónleikunum ásamt fjölda listamanna úr bænum. Upphaf formlegrar tónlistarkennslu í Reykjanesbæ er rakið til 24. október 1957 en þá stofnaði Tónlistarfélagið Tónlistarskólann í Keflavík. Ragnar Björnsson var fyrsti skólastjórinn og Eiríkur Árni Sigtryggsson var meðal fyrstu nemenda. Sinfóníuhljómsveitin mun meðal annars flytja verk eftir hann á tónleikunum. Eiríkur Árni rifjaði það upp á fundi í gær, þegar tónleikarnir voru kynntir, að skólinn tók til starfa uppi á lofti í Gamla Ungó í Keflavík, litlu og köldu húsnæði og hafi nemendurnir þurft að dúða sig vel. MYNDATEXTI Árni Hinrik Hjartarson, Karen Sturlaugsson, Davíð Ólafsson, Eiríkur Árni Sigryggsson og Kjartan Már Kjartansson kynna tónleikana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar