Friðrik V

Skapti Hallgrímsson

Friðrik V

Kaupa Í körfu

VEITINGASTAÐURINN Friðrik V á Akureyri er tilnefndur af Íslands hálfu til heiðursverðlauna ársins fyrir nýjan norrænan mat og matargerðarlist, sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir. Þema verðlaunanna, sem verða veitt í fyrsta sinn á þessu ári, er ferðaþjónusta og svæðisbundin uppbygging. Markmiðið með verðlaununum er að heiðra og styðja við stofnun eða einstakling sem hefur lagt mikið af mörkum við að kynna, þróa og vekja athygli á gildum og tækifærum sem felast í norrænum matvælum og norrænni matargerðarlist. MYNDATEXTI Friðrik V. Karlsson, lengst til vinstri í eldhúsi veitingastaðarins síðdegis í gær. Með honum eru hinir yfirkokkar staðarins, Guðmundur Helgi Helgason og Hallgrímur Friðrik Sigurðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar