Skjaldarmerki alþingishúss

Friðrik Tryggvason

Skjaldarmerki alþingishúss

Kaupa Í körfu

UNNIÐ var að endurbótum á þaki Alþingishússins fyrr í sumar og lokið fúguviðgerðum á útveggjum hússins. Skipt var um skífur á þakinu og mænir hússins og þakrennur endurnýjað og unnið að ýmsum lagfæringu. M.a. hefur merki Kristjáns níunda á húsinu verið hreinsað, samkvæmt upplýsingum Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. ,,Innan dyra hefur verið haldið áfram lagfæringum og snyrtingum. Það komu ný húsgögn í húsið síðastliðið vor og haldið hefur verið áfram við að koma þeim endanlega fyrir og ganga frá," segir hann. MYNDATEXTI Konungskórónan, merki Kristjáns níunda, var hreinsað

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar