Bátkuml

Atli Vigfússon

Bátkuml

Kaupa Í körfu

Þetta eru stór tíðindi í fornleifarannsóknum sumarsins," segir Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, þegar bátkuml fannst í gær á eyðibýlinu Litlu-Núpum í Aðaldal. Um tvíkuml er að ræða því tveir fornmenn hafa verið heygðir í bátnum og fundust hauskúpur þeirra beggja auk lærleggja og annarra smærri beina. Bátkuml hefur ekki fundist á Íslandi í 43 ár og þetta er einungis sjötta bátkumlið sem finnst í landinu. MYNDATEXTI Grafa Guðrún Alda Gísladóttir og Freyja Sadarangani fornleifafræðingar að störfum. Hauskúpan af öðrum fornmanninum sést vel á miðri mynd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar