Reykjakotssystur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Reykjakotssystur

Kaupa Í körfu

Nokkrar konur standa við borð undir berum himni í Mosfellsbænum. Það geislar af þeim kátínan og þær hvetja Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur óspart til að kaupa svuntu, kleinur og uppskriftabók. Þessar hressu konur, sem kalla sig Reykjakotssystur, starfa á leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ. Þær voru með söluborð á afmælishátíð Mosfellsbæjar um síðustu helgi til að fjármagna námsferð sem þær ætla í á næsta ári. MYNDATEXTI: Hressar Vigdís, Erna, Guðrún Björg og Þorbjörg seldu grimmt uppskriftabækur, svuntur og freistandi bakkelsi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar