Silja Hauksdóttir

Silja Hauksdóttir

Kaupa Í körfu

Hún setur gjarnan upp samtímagleraugu og rýnir í umhverfið. Silja Hauksdóttir hefur áhuga á lífinu og því að segja sögur af fólki. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við þennan kvikmyndaleikstjóra með meiru um Afríkuferðalög, handritanámskeið í Amsterdam, hlutverk leikstjórans, nándina í Reykjavík, sköpunargáfuna og stuðið með Stelpunum. Hún er með fjölbreyttan feril að baki, hefur leikstýrt bæði heimildarmynd og kvikmynd í fullri lengd, leikið aðalhlutverk í bíómyndum og leikstýrt bæði auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Silja Hauksdóttir er 31 árs kvikmyndagerðarkona í Reykjavík sem undirbýr nú sína næstu leiknu kvikmynd. MYNDATEXTI Silja Hauksdóttir "Sambönd geta á köflum einkennst af samblandi af innilokunarkennd og nánd og Reykjavík er lifandi dæmi um það."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar