Grímsey
Kaupa Í körfu
Grímsey | Æfð voru viðbrögð við flugslysi og björgun flugfarþega á Grímseyjarflugvelli. Er þetta í fyrsta skipti sem slík flugslysaæfing fer þar fram. Það var árið 1996 sem fyrsta formlega flugslysaæfingin var haldin á Íslandi. Það eru alþjóðasamtök og alþjóðakröfur sem segja til um búnað á flugvöllum og viðbúnað á jörðu til að tryggja að fólk sé í æfingu ef slys ber að höndum. Munurinn á Keflavíkurflugvelli og flugvellinum á Gjögri er mikill en grunnkröfurnar og reglur þær sömu, að sögn Bjarna Sighvatssonar hjá Flugstoðum. Bjarni kom til Grímseyjar ásamt fulltrúum Landlæknisembættisins, lögreglustjórans í Reykjavík, Slökkviliðsins á Akureyri og Landsbjargar. Fólkið hélt fræðsluerindi og verklega kennslu fyrir flugvallarstarfsmenn, slökkviliðið, björgunarsveitarmenn og íbúa Grímseyjar frá föstudegi til sunnudags. MYNDATEXTI Bjarni Sighvatsson hjá Flugstoðum leggur lokalínurnar fyrir ímyndað flugslys. Æfingin á Grímseyjarflugvelli tókst vel.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir