Við Selvatn

Við Selvatn

Kaupa Í körfu

Selvatn var ágætis veiðivatn þegar ég bjó hér á sumrin sem barn. Foreldrar mínir áttu þessa níu hektara af landi sem þau kölluðu Selmörk og byrjuðu trjárækt hér árið 1943. Það voru herbúðir hér um alla heiði og það voru hermenn sem lagfærðu slóðann sem liggur hingað og Axel faðir minn gerði upphaflega. Foreldrar mínir reistu hér bústað sem við fluttum í á hverju vori og við bjuggum hér fram á haust. Þá var ég látin ganga alla leið héðan niður að Lögbergi til að komast í strætó í skólann," segir Erla Axelsdóttir myndlistarkona, en hún og maður hennar, Guðfinnur R. Kjartansson, byggðu nýlega allsérstakt Listasel á þessum sama stað. MYNDATEXTI Guðfinnur bjó til þennan stól á steini til að geta sest í helgan stein.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar