Stjarnan - Valur 27-22

Árni Torfason

Stjarnan - Valur 27-22

Kaupa Í körfu

REYNSLAN kom Stjörnumönnum til góða þegar Íslandsmeistarar Vals sóttu þá heim í Mýrina í gærkvöldi því eftir brokkgengan fyrri hálfleik sneru Garðbæingar við blaðinu og nýttu reynslu sína til að snúa leiknum sér í vil og vinna 27:22. Um 600 áhorfendur voru mættir í Mýrina, þangað sem Stjarnan hefur flutt heimaleiki sína en þeir unnu einmitt Val í keppni meistaranna þegar þeir kvöddu íþróttahúsið Ásgarð á dögunum MYNDATEXTI Ólafur Víðir Ólafsson hefur byrjað tímabilið vel með Stjörnunni og hann var markahæstur Garðbæinga í gærkvöld. Hér brýst hann í gegnum vörn Valsmanna en Ernir Hrafn Arnarson reynir að halda aftur af honum. Stjarnan er komin með 4 stig eftir að hafa unnið tvö efstu liðin frá því í fyrra, Val og HK.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar