Fíkniefnasmygl / skúta / Fáskrúðsfjörður

Albert Kemp

Fíkniefnasmygl / skúta / Fáskrúðsfjörður

Kaupa Í körfu

FÍKNIEFNAMÁLIÐ sem upp kom á Fáskrúðsfirði á fimmtudag vindur enn upp á sig. Fengist hefur staðfest að tveir af þeim tíu, sem handteknir hafa verið í tengslum við málið, voru á ferð á Fáskrúðsfirði á svipuðum tíma fyrir tveimur árum og líklegt verður að teljast að þeir hafi þá komist með töluvert magn af fíkniefnum inn í landið. Þá greindi lögregla frá því í gær um hvaða fíkniefni er að ræða. Á meðal efnanna voru um 14 kg af MDMA-dufti en það jafngildir 140 þúsund e-töflum. MYNDATEXTI Hífð á land Skútan sem fíkniefnin fundust í á Fáskrúðsfirði var hífð upp á hafnarbakkann í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar