Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar

Kaupa Í körfu

VIÐ ætluðum að taka plötuna upp í vor en ég er mjög fegin að við ákváðum að bíða fram á haust því það er aðeins meiri jólastemning í september en apríl," segir Guðrún Gunnarsdóttir söngkona sem er að taka upp jólaplötu ásamt Friðriki Ómari um þessar mundir. "Lögin eru úr öllum áttum, en eiga það þó sameiginlegt að vera flest í eldri kantinum. Þetta eru bæði þekkt íslensk jólalög sem eru kannski þekktust í flutningi Ellýjar og Villa, en við erum líka með eitt jólalag frá Karíbahafinu. Og svo erum við með eitt nýtt lag eftir hann Ólaf Gauk sem útsetur allt, hann samdi eitt lag og texta fyrir okkur." MYNDATEXTI Jólastemning í stúdíói Guðrún, Friðrik Ómar og útsetjarinn Ólafur Gaukur í hljóðveri í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar