Benedikt Eyjólfsson

Benedikt Eyjólfsson

Kaupa Í körfu

Benedikt Eyjólfsson, betur þekktur sem Benni, hóf rekstur á mótorhjólaverkstæði á Ártúnshöfða fyrir rúmum þrjátíu árum. Fljótlega stækkaði verkstæðið og hlaut fyrirtækið á endanum nafnið Bílabúð Benna. Benni rekur núna fyrirtækið ásamt konu sinni, Margréti Betu Gunnarsdóttur, en síðastliðinn föstudag var tekin skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Bílabúðar Benna á Krókhálsi. Þormóður Dagsson hitti Benna af þessu tilefni og spurði hann út í afrekin í torfærunni, ferðina frægu upp á Öræfajökul og síðast en ekki síst, afrekin í bílasölunni. MYNDATEXTI Fyrstu viðskiptin Benedikt gaf fyrstu nótuna eftir að Bílabúð Benna var stofnuð út 26. maí 1975. Hún var vegna vinnu við mótorhjól með númerið L11 frá Hellu og upphæðin var 550 gamlar krónur, eða 5,50 nýjar krónur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar